![]() |
||||||
|
StammtischBREYTING FRÁ ÞVÍ Í Í GÆR, 2.6. Við höldum áfram með stammtisch eða fastaborðið okkar góða. Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 20:00, núna í CHAGALL, á horni Georgenstraße og Universitätsstraße í Mitte, S-Friedrichstraße, undir S-Bahn-Bogen (beint fyrir aftan Hegelplatz). Semsagt, næst þann 4. desember. Sjáumst hress. FÍBer-Stammtisch ersten Donnerstag im jeden Monat im Chagall in der Georgenstraße, Nähe Universitätsstraße, in Mitte. Ab 20:00. Bis dann! 11. október 2003: Ísland-Þýskaland í fótboltaEftir að hafa á fótboltaknæpu í Mitte horft á frábæran fyrri leik Íslendinga á móti Þjóðverjum hélt fríður flokkur Berlínarbúa til Hamborgar til að sjá þjóðirnar mætast á þýskri grund. 17. júní 2003: ÞjóðhátíðarhöldÞá er þjóðhátíðardagurinn að ganga í garð og langar okkur til að hittast og skála og kannski syngja nokkra ættjarðarsöngva... Hugmyndin er að hittast á sjálfan 17. júní á veitingarstað hér í bæ en hafa svo hið árlega grill næstkomandi laugardag, þar sem fullorðnir og börn geta skemmt sér saman við fánasveiflur, át og leik. Já FÍBer hefur loksins áskotnast nokkrir fánar og hver veit ef ekki fleira óvænt leynist í pokahorninu... Semsagt, hér er prógrammið: Þriðjudagurinn 17. júní, klukkan 20:00 Þrátt fyrir stuttan fyrirvara vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta, á veitingastaðinn Schwarzwaldstuben í Mitte, nánar Tucholskystr. 48. Þetta er þægilegur, dálítið kitschig schwäbískur/elsassískur restaurant sem býður upp á schnitzel (þau bestu í bænum), flammkuchen og flleira á góðu verði. Semsagt rammþjóðlegt fyrir rammþjóðlegan dag. Krakkar geta örugglega líka fundið eitthvað við sitt hæfi. Laugardagurinn 21. júní, klukkan 15:00 Ef veður leyfir ætlum við að hittast í Volkspark Friedrichshain á stóra túninu við hliðina á Pavillon. Frá innganginum á horninu sunnanmegin eru það ca. 5 mínútur, rétt á eftir leikvellinum. Ef einhverjir erfiðleikar verða að finna okkur, þá má hringja í 0160 91 552230 (Theódóra). Þeir sem geta (ef einhver er kannski á bíl) komi endilega með grill ... annars verða tvö á staðnum. Kolabirgðir síðustu ára eru ekki enn uppurnar, þannig að það þarf ekki að hugsa um það, en mat og drykk þarf fólk að koma með sjálft. Og ekki gleyma boltanum og frisbídisknum!! Ef veðrið verður hræðilegt, þá er ekki annað að gera en að skjóta þessu fram um viku. En við krossum fingurna... He hemm... ekkert varð nú úr seinni atburðinum. Gengur bara betur næst. 15. júní 2002: ÞjóðhátíðarfagnaðurÁ laugardegi hittust nokkrir FÍBerarar í Viktoríapark í Kreuzberg og grilluðu og sungu ættjarðarsöngva í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Sólin brosti við okkur eins og alltaf, engin þjóðhátíðarrigning hér á bæ, og Stefán kom meira að segja með fána. Já, og Kris með nikkuna. Hæ hó jíbbí jei. Gleðilega þjóðhátíð! 2. mars 2002Jæja, góðir hálsar nú hefur síðan
okkar fengið smá andlitslyftingu. Við þökkum
góðar viðtökur sem síðan hefur fengið.
Takk fyrir og Áfram Ísland! Ketill, þakka þér. 7. febrúar 2002Stammtisch Við höldum ótrauð áfram með verkefni það sem við settum
okkur á síðasta ári, þ.e. að vera með Stammtisch reglulega. Lokst höfum
við fundið stað sem okkur líst vel á og vonum við að öðrum FÍBer-meðlimum
sýnist hitt sama. Um er að ræða: fyrsta fimmtudag hvers mánaðar (frá og
með 7. febrúar 2001) í Biercompany á horni Schwedter
Str. og Choriner Str. í Mitte klukkan 20:00. 31. janúar 2001Júhú, strákarnir OKKAR eru að gera góða
hluti í handboltanum. Glæsilegur sigur á Þýskalandi: 1. desember 2001Sendiherrann okkar nýji hélt í tilefni fullveldisdagsins heljarinnar veislu í bústað sínum. Mætti þar fjöldi manns. Þar var á borðum dýrindis lambakjöt - af þýsku fjallalambi en ekki síðra fyrir það - og fleira góðgæti. Rann það ljúflega niður með kampavíninu. Á eftir fór lítill hópur heim til Hödda og hélt áfram fullveldisfagnaði. Var til dæmis íslensku dægurlögunum gerð góð skil, aðallega lögum af plötunni Með allt á hreinu með Stuðmönnum, sem sungin voru af mikilli innlifun. 4. október 2001Hist var í Kaffi Hardenberg í fyrstu tilraun okkar að koma af stað Stammtisch. Mætingin var nú ekki til að hrópa húrra fyrir en það fólk sem mætti var gott fólk. Vonandi koma bara fleiri næst. 17. júní 2001Á þjóðhátíardeginum var grillað að góðum Berlínarsið í Mauerpark í Prenzl´Berg. Var mætingin nokkuð góð eftir smávegis byrjunarörðuleika því að skipuleggjendur voru mættir á slaginu eitt í grenjandi rigningu með kolin og grillið en sneru heim eftir um hálftíma bið þar sem ekki var útlit fyrir að stytti upp eða landsmenn myndu mæta. Ákváðu þessir ónefndu aðilar að gera bara gott úr þessu og voru byrjuð að grilla úti á svölum þegar síminn hringir með Unu á hinni línunni spyrjandi hvar kolin væru og grillið, fólk væri mætt á staðinn til að grilla. Innkaupakerrunni góðu fánaskreyttu var kippt upp úr kjallaranum hið snarasta og hlaupið á harða spretti niður í Mauerpark. Þá var stytt upp, komið glaðasólskin og dagurinn leið afar þægilega í fótbolta, frisbí og pulsuáti. 16. júní 2001Í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar var haldið teiti í Alt Moabit, á stað sem Íslandsvinir miklir reka og höfðu boðið okkur til afnota. Byrjað var á því að hlusta á fagran hljóðfæraleik fiðluleikkvennanna okkar, Unu, Hrafnhildar og Jónínu. Svo voru tekin nokkur létt spor við íslenska popptóna. Líklega höfum við eitthvað farið að fikta við pönkið líka, svo sem Egó og Sísí fríkar út, því skyndilega er barið harkalega á hurðina og henni svipt upp. Inn kemur ófrýnilegur maður, illa lyktandi og afar þvoglumæltur, en ekkert hafði drykkjan haft áhrif á raddstyrk hans því hann öskrar á okkur í gegnum tónlistina að lækka annars.... Við þorðum ekki annað en að hlýða enda hótaði maðurinn að hringja á lögreglu. Var mestur vindurinn farin úr okkur eftir þetta atvik, þó að aldrei hafi lögreglan nú komið. En þá var líka orðið framorðið og kominn tími til að fara heim í háttinn. Að öðru leyti ákaflega gott kvöld og eiga vinir hennar Elísabetar í Moabit þakkir skildar fyrir aðstoðina. |
||