--->
 
 
Um FIBer
Zu FIBer
Símaskrá
Telefonbuch
Myndaalbúm
Fotoalbum
Tenglar
Links

Heim
Zurück


 

 
 

Um FÍBer

VELKOMIN Á HEIMASÍÐU FÍBer, FÉLAGS ÍSLENDINGA Í BERLÍN

Síða þessi er upplýsingaveita og samskiptamiðill Íslendinga í Berlín, svo og áhugamanna um þá. Hér er að finna símaskrá okkar, mikilvæga tengla o.fl.

Diese Webseite ist das Informations- und Kommunikationsforum des Vereines der Isländer in Berlin - FÍBer - für Gedankenaustausche, Meldungen von Ereignissen u.a.. Auch findet Ihr hier unser Telefonbuch, wichtige Links usw.


Trefjar (fiber):

NÆG TREFJANEYSLA er mikilvægur þáttur í hollu mataræði og áhrif trefja á heilsufar eru margskonar. Trefjar hægja á upptöku glúkósa inn í blóðrás og sumar bindast kólesteróli og skila því út úr líkamanum. Trefjaríkt fæði er mjög mettandi og dregur þannig úr orkuinntöku og ofneyslu. Regluleg trefjaneysla bætir meltinguna og dregur úr hættu á ristilkrabbameini. Samkvæmt manneldismarkmiðunum er æskilegt að neysla fæðutrefja sé um 25g á dag miðað við 2500 hitaeininga fæði.

Jæja, nóg um trefjarnar og þá að félaginu. FÍBer er félag Íslendinga í Berlín. Þetta er ekki stórt samfélag, sá fjöldi sem á listanum er nemur um 80 manns. Félagið FÍBer hefur verið til í fjöldamörg ár og hefur starfsemin sjálfsagt oft verið öflugri en nú er. En við reynum þó að halda upp á Þjóðhátíðardaginn og Fullveldisdaginn á hverju ári og stefnan er að halda einhvern tíma þorrablót... Hér er og rekin Fiskideild FÍBer sem tvisvar á síðasta ári sótti fisk til Hamborgar og kom áleiðis til glorsoltinna Berlínarbúa.


vefstjóri
webmaster

Sendið okkur endilega póst með athugasemdum um hvað sem ykkur dettur í hug. Einnig er hægt að senda inn efni til birtingar á síðunni á þetta netfang. Allar tillögur eru vel þegnar.

Hier könnt Ihr uns erreichen!

 
 

 

efst á síðu
nach oben

vefstjóri
webmaster